Sláðu inn leitarorð
Tekla Sól Ingibjartsdóttir
Sjálfið framlengt
Sjálfið framlengt
Óumflýanlegt umbreytingarferlið tekið í sátt. Tanngarðarnir fara í gegnum formrannsókn og líkaminn og sjálfið framlengist yfir í fatnaðinn. Tanngarðarnir dragast nær og nær hvor öðrum með stöðugu valdi, togi og hömlum. Sjálfið togast með í gegnum umbreytingarferlið og óvissuástand ríkir, þar sem það er hvorki þar né hér, heldur á milli.
Á hverjum degi horfum við í spegilinn og gerum ráð fyrir að þekkja manneskjuna sem horfir til baka. En hvað gerist þegar manneskjan sem horfir til baka er ekki sú sama og við höfum átt í störukeppni við allt okkar líf?
