Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Verkið Stöng – (Endur)túlkun eftir SP(R)INT STUDIO, sem að standa Sahar Ghaderi, dósent og fagstjóri við LHÍ, og Karl Kvaran, stundakennari við skólann, hefur vakið verulega athygli á sviði samtímaarkitektúrs bæði hér heima og erlendis. Verkið byggir á viðkvæmri samtvinnun landslags, sögulegs minjasvæðis og nútímalegrar hönnunar, þar sem áhersla er lögð á upplifun gesta, sjálfbærni og virðingu fyrir sögulegu samhengi staðarins.
Um er að ræða hönnun og yfirbyggingu yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð á Stöng í Þjórsárdal. Verkefnið er unnið í samstarfi arkitektastofunnar SP(R)INT STUDIO og Minjastofnunar Íslands.
Stöng hefur fengið afar jákvæða umfjöllun og hlotið tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2025, Dezeen Awards, Archello Awards og hinna virtu Mies van der Rohe-verðlauna fyrir framúrskarandi samtímaarkitektúr í Evrópu. Verkið hlaut jafnframt Grænu skófluna 2025, veitta af Grænni byggð fyrir bestu endurbyggingu ársins.
Þessar tilnefningar og viðurkenningar undirstrika mikilvægi verkefnisins í alþjóðlegu samhengi og eru jafnframt skýr staðfesting á öflugu og metnaðarfullu starfi innan Listaháskóla Íslands.