Rakel Kristjana Arnardóttir

Hrafna-Flóki tók land á Brjánslæk, gekk upp á fjallstind og gaf Íslandi nafn. Siglingar hafa frá upphafi verið mikilvægustu samgöngleiðir landsins og forsenda fyrir búsetu var örugg höfn. En í mesta nætursortanum gátu bestu hafnir orðið að dauðagildru og var tilkoma ljósvitans afar kærkomin Íslendingum.

Byggingin er tákn ljósvitans og vísar í sögu hafnanna við Íslands strendur. Hún stendur í bryggjuhausnum og tekur á móti ferðalöngum frá sjó og landi. Hún grefur sig inn í brimvarnargarðinn og brýtur sig út úr honum sem ljósgöng sem lýsa út í myrkrið á vetrarnóttum. Ljósgöngin marka ferðalag um rými byggingarinnar sem liggja í lögum innan varnargarðsins. Ferðalagið er aflíðandi ferli, innblásið af lóðréttu hringferðalagi hins klassíska vita. Í byggingunni eru þjónusturými fyrir ferjuna og ferðalanga. Þau raða sér meðfram ljósgöngunum sem hleypa náttúrulegri og manngerðri birtu inn í rýmin og gefa útsýni ýmist inn í brimvarnargarðinn eða út á haf.

Through the ages the sea has been the most important way of transportation. A good harbor was essential for settlement in Iceland and a lighthouse was essential for a good harbor.

The building is a symbolic lighthouse which relates to Icelandic harbor history. It stands in the dock header of the harbor and buries itself into the breakwater of the harbor and through it as light passages which shine into the winter darkness. The light passages define the journey through the building which slopes down towards the sea and is inspired by the horizontal circular journey of the classic lighthouse. The building serves travelers and the ferry. Its spaces are arranged along the light passages which emit both natural and electric lighting into the spaces and provide different views, into the breakwater or out to sea.