Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Rytmísk söng- og hljóðfærakennsla B.Mus.Ed

Decor overlay

Flestir tónlistarmenn sinna kennslustörfum einhverntímann á lífsleiðinni og er námið því góður valkostur fyrir tónlistarfólk sem vill eiga fjölbreytta starfsmöguleika á sviði tónlistar. 

 • Opnað fyrir umsóknir

  9. janúar 2024

 • Umsóknarfrestur

  12. apríl 2024

 • Umsóknum svarað

  Maí / júní 2024

 • Skrásetningargjald

  Skoða nánar

 • Nafn námsleiðar

  Rytmísk söng- og hljóðfærakennsla B.Mus.Ed

 • Nafn gráðu

  B.Mus.Ed

 • Einingar

  180 ETC

 • Lengd náms

  6 annir – 3 ár

Information is provided in Icelandic for study programmes that have Icelandic as the primary language of instruction.

Um námið

Námið býður upp á fjölþætta menntun í rytmískum hljóðfæraleik eða söng. Meginmarkmiðið er að nemendur séu færir um að kenna á aðalhljóðfæri sitt, en séu auk þess vel þjálfaðir í helstu hliðargreinum rytmískrar tónlistar, s.s. spuna og samspili, og hafi auk þess á valdi sínu grunnfærni á algengustu hljóðfæri rytmísks samspils. Öflugt samstarf er við ryþmískar deildir erlendra tónlistarháskóla, sérstaklega á Norðurlöndunum. Þannig gefst nemendum á stundum tækifæri til að fara í námsferðir og víkka sjóndeildarhring sinn gegnum það að vinna með stærri hópi nemenda og kennara af ýmsu þjóðerni. Auk þess fær námsleiðin reglulega heimsóknir frá innlendum og erlendum gestakennurum.  

Uppbygging náms

Námið er þriggja ára bakkalárnám (BMus.Ed).blanda af einkatímum á aðalhljóðfæri hjá mörgum af fremstu ryþmísku hljóðfæraleikurum landsins og samspilskennslu, enda er hverskyns samspil helsta birtingarmynd ryþmískrar tónlistar. Áhersla er á kennslufræðitengdar greinar og önnur fræði. Nemendur fá einnig yfirgripsmikla þjálfun á aukahljóðfæri sem nýtast við samspilskennslu (píanó, gítar, bassa, trommur, handslagverk og song). Möguleikar nemenda á að þroskast sem flytjendur eru því umtalsverðir. Meðal sértækra námsgreina má nefna spunatækni, samspil, rytmíska kennslufræði, samspilskennslu, útsetningar, stjórnun, hljóðtækni og sálfræði.  

Að loknu námi

Miðað er við að nemendur búi við námslok yfir góðri þekkingu á víðu sviði rytmískrar tónlistar sem nýtist þeim við kennslu við ólíkar aðstæður í fjölbreyttu samfélagi. Námið opnar fyrir möguleikann á áframhaldandi námi á meistarastigi við erlenda tónlistarháskóla. Þá stendur til boða að mennta sig til kennsluréttinda í listkennsludeild LHÍ. 

Umsóknar- og inntökuferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er fyllt út í umsóknargátt
Umsóknarferlið er í tveimur skrefum: í fyrra skrefinu er umsóknin fyllt út með fylgigögnum og umsóknargjald er greitt. Seinna skrefið er inntökuferli. ​

Opnað fyrir umsóknir

9. janúar 2024

Umsóknarfrestur

12. apríl 2024

Umsóknum svarað

Maí / júní 2024

Verðskrá

Skoða nánar

Leiðbeiningar

Með umsókn í bakkalárnám rytmískrar söng- og hljóðfærakennslu skulu eftirfarandi skjöl fylgja:

 • 1. Kynningarbréf

  Skylda

  Í kynningarbréfi tekur umsækjandi meðal annars fram á hvaða hljóðfæri hann leikur og hver er hvati umsóknar í viðkomandi námsleið.

 • 2. Prófskírteini

  Skylda
  Umsækjendur eru beðnir um að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini úr framhaldsskóla auk námsferilsyfirliti úr tónlistarskóla ef það á við.
  a) Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn eða
  b) Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.
  c) Fáið staðfest afrit af undangengnu tónlistarnámi ef við á (afrit af nýjasta stigsprófi sem þreytt hefur verið) með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.
 • 3. Tenglar

  Umsækjendur geta sent inn tengla af tónlist og tónlistarflutningi. Athugið myndbandsupptaka kemur að jafnaði ekki í stað áheyrnarprufu.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði skiptast í almenn og sértæk inntökuskilryði.

 • Almenn inntökuskilyrði

  Skylda

  Miðað er við að umsækjendur um bakkalárnám hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.​

 • Sértæk inntökuskilyrði

  Skylda
  Umsækjandi þarf að hafa lokið námi á miðstigi samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegt nám.
 • Undanþágur vegna inntöku

  Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.

Inntökuferli

Inntökuferlið er í eftirfarandi þrepum:

 • Stöðupróf í tónfræðigreinum

  Skylda

  Umsækjendur bakkalárnáms í rytmískri söng- og hljóðfærakennslu eru boðaðir í stöðupróf í tónfræðigreinum. Sýnispróf að stöðuprófum má sjá hér að neðan.

 • Áheyrnarprufur og viðtöl

  Skylda
  Á inntökuprófi í rytmískt kennaranám skal umsækjandi leika tvö lög að eigin vali sem sýna breidd í færni og túlkun og skal a.m.k. annað þeirra sýna spuna. (Lengd um 10-15 mínútur).
 • Niðurstöður tilkynntar

  Niðurstöður inntökuferlis eru tilkynntar í maí/júní 2024 og svarbréf umsækjenda send út.

Á döfinni í tónlistardeild