Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands sinnir millisafnalánum fyrir nemendur og kennara skólans. 

Millisafnalán eru lán frá öðrum bókasöfnum á bókum eða tímaritsgreinum sem ekki eru til á bókasafni LHÍ. 
Millisafnalán eiga ekki við um lán frá almenningsbókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu. 
Lánþegum er bent að sækja sér þjónustu milliliðalaust á þau bókasöfn. 

Ætlast er til að lánþegar leiti sjálfir að efni á leitir.is og sendi allar beiðnir þaðan. 

Panta millisafnalán - leiðbeiningar

Panta millisafnalán þegar efni finnst ekki - leiðbeiningar

Við afgreiðum millisafnalán eins fljótt og hægt er og er lánstími gagna 30 dagar en hægt er að biðja um endurnýjun. Endurnýjun á gögnum frá erlendum söfnum þarf að biðja um áður en lánstími rennur út.

Rit og greinar eru afhent í afgreiðslu útlána í útibúum safnsins í Þverholti og Laugarnesi.

Gjaldskrá
Starfsfólk og kennarar Listaháskóla Íslands greiða ekkert fyrir millisafnalán, en nemendur greiða hálft gjald fyrir ljósrit og bókarlán.

Aðrir greiða samkvæmt neðangreindum taxta
Ljósrit af grein - 1000 kr.
Bækur frá innlendum söfnum - 1000 kr.
Bækur frá erlendum söfnum - 2000 kr.

Beiðni um millisafnalán er bindandi og verður rukkað fyrir ósóttar beiðnir.

Ef einhver vandræði koma upp vinsamlega hafið samband við bókasafnið í síma 545 2217 eða sendið tölvupóst á millisafnalan [at] lhi.is (.)

Pricing

Interlibrary loans are free of charge to IUA staff and graduate students. Undergraduates pay half price. 

Pricing

Article (photocopy) - 1000 kr.
Books from Icelandic libraries - 1000 kr.
Books from libraries outside of Iceland - 2000 kr.

Interlibrary loan requests are binding and patrons will be charged for all finalized requests.

For further information please contact the library by calling 545 2217 or sending an email to interlibraryloan [at] lhi.is