Við mennirnir virðumst hafa gleymt því að við erum hluti af stærri heild. Við erum hluti af náttúrunni og það er því skylda okkar að bera virðingu fyrir henni og öllum lífverum hennar. Við höfum engan rétt til að skaða aðra í eiginhagsmunaskyni. Hönnun línunnar er innblásin af hugmyndum um dýraréttindi. Hún er laus við allar dýraafurðir og gerviefni en í staðinn er notast við umhverfisvæn plöntuefni. Auðlindir jarðarinnar eru nefnilega ekki óendanlegar og við verðum að fara að hugsa um afleiðingar gjörða okkar. Að koma fram við dýr og náttúruna eins og við gerum í dag er óafsakanlegt.