Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Málþing UNESCO um menningar- og listmenntun

  • 29.janúar 2025

Málþing UNESCO um menningar- og listmenntun var haldið fimmtudaginn 23. janúar, í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Aðalfyrirlesari var Ron Davies Alvarez, stjórnandi The Dream Orchestra sem byggir á El Sistema aðferðafræðinni. Fyrirlesarar frá listkennsludeild voru Kristín Valsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir sem sögðu frá Listalestinni, samstarfsverkefni listkennsludeildar og List fyrir alla, og svo Maríanna Dúfa Sævarsdóttir, meistaranemi í deildinni sem hélt erindi um listkennslu. Að málþinginu stóðu Íslenska UNESCO-nefndin, menningar- og viðskiptaráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, List fyrir alla, listkennsludeild listaháskóla Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennarasamband Íslands.

Hægt er að horfa á upptöku af málþinginu hér.

Myndir frá málþinginu; ljósmyndari Kristinn Ingvarsson