Sláðu inn leitarorð
Magga Magnúsdóttir
The Ideals of Femininity
Hvernig verður framsetning hins fullkomna kvenleika í framtíðinni? Línan hverfist um framsetningu á kvenleika í gegnum tískustrauma.
Í sögulegu samhengi hafa tískustefnur haft áhrif á útlit kvenlíkamans óbeint með hjálp undirfatnaðs. Í dag miða tískustraumar að því að breyta útliti kvenlíkamans beint með megrunarkúrum eða lýtaaðgerðum.
Þrátt fyrir ólíkar aðferðir til útlitsbreytinga er markmiðið ávallt það sama. Hverju má búast við næst?



