Það að segja sögur hefur fylgt manneskjunni alla tíð og getur því talist eitt grundvallaratriða mennskunnar. Kvikmyndagerð er einn helsta frásagnarmiðill okkar tíma hvort sem átt er við breiðtjaldið eða aðrar miðlunarleiðir.
 
Kjarni kvikmyndagerðar snýst um að raða saman mynd- og hljóði til að skapa merkingu og hafa áhrif á tilfinningar. Með tímanum hefur listformið þróað eigið tungumál sem, líkt og annar tjáningarmáti, hefur sínar sérstöku reglur, lögmál og verkfæri. Í kvikmyndagerð notum við þetta tungumál til að byggja upp spennu og viðhalda áhuga áhorfenda og ein áhrifaríkasta leiðin til þess er að segja sögur. Í grunninn er þetta það sem námið snýst um: hvernig  nota má tjáningarmáta kvikmyndanna til að segja sögur. Við byrjum á grundvallarreglum, verkfærum og byggingareiningum og fetum okkur frá einföldum atriðum yfir í lengri og flóknari samsetningar.
 
Í flestum tilfellum er kvikmyndagerð samvinnuverkefni sem byggir á teymisvinnu og þess vegna eru samstarf og samvinna milli ólíkra þátta kvikmyndagerðarinnar mikilvæg. Kvikmyndagerð er árangursríkust þegar allir þættir vinna vel saman og hver og einn í teyminu skilur hlutverk sitt í þjónustu við heildina: verkefnið eða söguna. Að þróa samvinnufærni er því einnig grundvallarþáttur í náminu, auk þess að læra að miðla sérþekkingu sinni og skilningi á vinnu og sérhæfingu allra annarra í teyminu.
 
Markmið okkar er því að færa nemendum þau verkfæri sem fagið krefst og skilning á þeirri þekkingu sem fyrir er. Von okkar er sú að nemendur noti þá þekkingu og þann aðbúnað sem við veitum til þess að eiga í innihaldsríku samstarfi við aðra í lifandi og skapandi samfélagi, svo þeim sé unnt að segja þær sögur sem þeir telja mikilvægar.
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 9. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 12. apríl 2024

Umsóknum svarað: Maí/júní 2024

Umsóknargjald 5000 kr.

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar deildar

HAFA SAMBAND

gunkalar [at] lhi.is (Guðrún Lárusdóttir), deildarfulltrúi
gudrunl [at] lhi.is

FLÝTILEIÐIR

Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ

 

Frá fagstjóra