Sláðu inn leitarorð
Kristín Guðmundsdóttir
Útfelling
Hverir eru einstakt náttúrufyrirbæri og mikilvæg orku- og auðlind. Aðsetur fyrir lista- og vísindamenn með áherslu á hveri er staðsett austan Varmár við Reykjafoss. Hinum megin við árbakkann er lystigarður bæjarins. Ný göngubrú yfir Varmá myndar nýjar tengingar á fjölbreyttu útivistarsvæði þar sem áin er þungamiðja. Byggingarnar standa annars vegar á steyptum flekum og hins vegar á súlum sem ganga ofan í vatnið og eru hluti af brúnni. Þaðan má dýfa tánum ofan í ána, vaða eða hoppa í átt að Reykjafossi. Í byggingunum eru annars vegar kaffihús, gallerí og vinnustofur, hins vegar vistarverur lista- og vísindamanna. Sérhvert rými innandyra tengist útirými með mismunandi eiginleika og hlutverk.