Bliknandi

Línan mín snýst um þann ófullkomleika sem finnst í hversdagslegum hlutum eða fatnaði, og hvernig sá eiginleiki sé eftirsóknarverður frekar en litinn hornauga. Ófullkomleiki er hluti af náttúrunni, allt eldist og eyðist. Megininnblásturinn er tími og áhrif hans á efni. Ég afmái tíma og sýni fegurðina í áhrifum hans með aðferðum sem ég hef þróað. Hugmyndin sýnir fram á að fatnaður sem er notaður til enda geti verið fallegri en upprunalega flíkin. Ég hannaði út frá fötum sem fólk tengir við og með því sýni ég að það óáhugaverða getur orðið eitthvað fallegt með því að nota það til enda. 

6._kari_eyvindur_hannesson_-_kari19lhi.is-3.jpg