Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Heather Millard framleiðandi kvikmyndanna Ljósbrot og Hringur

  • 2.september 2024

Heather Millard, aðjúnkt í Kvikmyndalistadeild LHÍ, hefur ekki setið auðum höndum undanfarið en hún er framleiðandi tveggja nýrra íslenskra kvikmynda. Önnur þeirra er kvikmyndin Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar en hin er stuttmyndin Hringur (O) sem Rúnar leikstýrir sömuleiðis.

Ljósbrot (When the Light Breaks) hefur nú þegar átt góðu gengi að fagna en kvikmyndin hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló á dögunum og valin besta norræna kvikmyndin. Það eru fimmtu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en hún var valin í forvali til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússibanaferð tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Myndin var frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis þann 28. ágúst.

Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson
Handrit:
Rúnar Rúnarsson
Framleiðandi:
Heather Millard, Rúnar Rúnarsson
Meðframleiðandi:
Raymond van der Kaaij, Igor A.Nola, Mike Downey, Xenia Maingot, Sarah Chazelle
Stjórn kvikmyndatöku: Sophia Olsson
Tónlist:
Jóhann Jóhannsson
Aðalhlutverk:
Elín Hall, Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Baldur Einarsson, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum
Hljóðhönnun:
Ranko Paukovic
Búningahönnun:
Helga Rós V. Hannam
Förðun: Evalotte Oosterop
Sviðsetning:
Hulda Helgadóttir                                                      
Klipping: Andri Steinn Guðjónsson
Framleiðslufyrirtæki:
Compass Films & Halibut
Meðframleiðslufyrirtæki:
Revolver Amsterdam, MP Film, Jour2Fete, Eaux Vives Productions

Stuttmyndin O hefur verið valin til þess að keppa til aðalverðlauna í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni The Venice Film Festival. Myndin verður því frumsýnd á hátíðinni þann 5. september næstkomandi. O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.

Við hlökkum til að fylgjast með framhaldinu í Feneyjum á næstu dögum.

Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson
Handrit:
Rúnar Rúnarsson
Framleiðandi:
Heather Millard, Rúnar Rúnarsson
Meðframleiðandi:
Siri Hjorton Wagner
Stjórn kvikmyndatöku: Sophia Olsson
Tónlist:
Kjartan Sveinsson
Aðalhlutverk:
Ingvar E. Sigurðsson
Hljóðhönnun:
Jesper Miller
Búningahönnun: Helga Rós V. Hannam
Sviðsetning: Hulda Helgadóttir                                                      
Klipping: Jón Már Gunnarsson
Framleiðslufyrirtæki:
Compass Films & Halibut
Meðframleiðslufyrirtæki:
[sic] film, Film i Väst, Sweden, SVT Sweden

 

Heather Millard, meðstofnandi Compass Films og Animation Studio Iceland, hefur framleitt úrval verðlaunamynda í flokkum leikinna mynda, heimildarmynda, stuttmynda og teiknimynda á Íslandi og í Bretlandi. Heather framleiddi m.a. Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson, sem var opnunarmynd Un Certain Regard í Cannes árið 2024, og stuttmynd hans O, sem verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum núna í september; Kulda eftir Erling Thoroddsen; Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur (HotDocs 2022), Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins (Tallinn Black Nights 2022); Of Good Report eftir Jahmil X.T. Qubeka (TIFF 2013); og Yarn eftir Unu Lorenzen (SXSW 2016). Sem stendur er Heather að klára MBA-gráðu í European Film Business and Law við Erich Pommer Institute and Film University Babelsburg, en hún hlaut nýverið réttindi sem ráðgjafi um sjálfbæra og umhverfisvæna kvikmyndaframleiðslu (e. Green Consultant) frá Hochschule der Medien Stuttgart. Heather var fulltrúi Íslands á Producer on the Move í Cannes árið 2015 og hlaut Producers Network-viðurkenninguna á samframleiðslumarkaði evrópsku kvikmyndahátíðarinnar Les Arcs árið 2023. Hún er meðlimur í Evrópsku kvikmyndaakademíunni (EFA) og situr í stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) og Nordic Animation Producers Board.