Tölublað 4: Erlendir tónlistarmenn á Íslandi

Erlendir tónlistarmenn á Íslandi

Áhrif á íslenskt tónlistarlíf 1930-1960

Ásbjörg Jónsdóttir og Þorbjörg Daphne Hall

Lesa meira

Menningarnánd íslenskrar tónlistar // Fyrirlestur Kimberly Cannady

Bandaríski tónlistarfræðingurinn Kimberly Cannady hefur undanfarin ár unnið að viðamikilli vettvangsrannsókn hér á Íslandi sem snýr að þætti þjóðlegrar tónlistar (rímnasöngs, tvísöngs, langspilshefðar, vikivaka) í samtímanum. Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað þátt þjóðlegrar tónlistar í samhengi við kenningar breska mannfræðingsins Michael Herzfeld um menningarnánd eða „cultural intimacy“.

RíT-fyrirlestur: Bryn Harrison

Rannsóknarstofa í tónlist (RíT), í samstarfi við tónleikaröðina Hljóðön, býður breska tónskáldið Bryn Harrison velkomið föstudaginn 20. apríl.

Bryn heldur fyrirlestur um eigin verk með áherslu á tíma, minni og endurtekningu. Fjallað verður um verkin Vessels (2012), Receiving the Approaching Memory (2014) og Piano Quintet (2017). Bryn mun kynna nálgun sína á hringlaga formgerðum og hvernig hann hefur stuðst við þær í þanlöngum verkum.

Tónlistardeild, stofa 633, föstudaginn 20. apríl kl. 14:00. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 

Mathias Halvorsen í hádegisfyrirlestrarröð tónlistardeildar LHÍ

Píanóleikarinn Mathias Halvorsen fjallar um eigin tónlistarsköpun í hádegisfyrirlestri við tónlistardeild LHÍ, föstudaginn 20. apríl klukkan 12:45 til 13:45. Þar mun hann beina sjónum að tveimur verkefnum sem hann vinnur að um þessar mundir en í báðum þeirra er unnið með hljómborðstónlist Jóhanns Sebastíans Bachs á nýstárlegan og áhugaverðan hátt.

RíT-vinnustofa: Spilmenn Ríkínís og Birgit Djupedal

Vinnustofa með Spilmönnum Ríkínís og Birgit Djupedal í tónlistardeild Listaháskóla Íslands þriðjudagsmorguninn 24. apríl frá 10:30 - 12:10. Vinnustofan fer fram í Skipholti 31, Fræðastofu 1 (stofu 663). Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.
 
Spilmenn Ríkínís og Birgit Djupedal halda vinnustofu um íslenska og norska þjóðlagatónlist þar sem þau ræða tónlistarsköpun sína og flytja þjóðlög ásamt nokkrum lögum eftir Birgit.
 

Tölublað 3: Skandall í Árbæjarkirkju

Skandall í Árbæjarkirkju

um Einvaldsóð eftir Guðmund Stein Gunnarsson

Atli Ingólfsson

 

Viðburður á vegum Sláturtíðar 2017 í Árbæjarkirkju 21. og 22. október 2017

Lesa meira

Þræðir - Tölublað 3

ÞRÆÐIR – tímarit um tónlist

Tölublað 3  –  27. apríl 2018

 

Lesa meira

tölublað 2: um höfunda

ÞRÆÐIR - Tölublað 2 - mars 2017

Um höfunda:

 

Atli Ingólfsson

Atli Ingólfsson nam tónsmíðar í Reykjavík, Mílanó og París og bjó lengi í Bologna og starfaði við list sína.  Hann býr nú í Reykjavík, semur tónlist og kennir jafnframt hljómfræði og tónsmíðar.  Verk hans eru mörg og af öllu tagi. Atli er prófessor í tónsmíðum við LHÍ.

 

Berglind María Tómasdóttir

Lesa meira