Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Þræðir

Vefritið ÞRÆÐIR er gefið út af tónlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur það hlutverk að skapa vettvang, aðhald og hvata fyrir hverskonar rannsóknarvinnu tengda tónlist innan sem utan skólans.

Lögð verður áhersla á opinn vettvang, þ.e.a.s. mikill sveigjanleiki verður til staðar varðandi tegundir texta sem tímaritið inniheldur. Tekið verður á móti stuttum sem löngum greinum/textum út frá ýmsum sjónarhornum (fræðilegum, fagurfræðilegum, pælingar, yfirlýsingar (manifesto), listrænar nálganir/aðferðir, umfjallanir, úttektir, o.fl.).

Einnig má koma með uppástungur varðandi tegundir af textum. Kallað verður eftir textum ekki greinum til að leggja áherslu á fjölbreytileika tímaritsins.

 

 

 

Tölublöð

– Tölublað 9

 

Unnið er að því að færa fyrri tölublöð Þráða á nýjan vef LHÍ. Á meðan á því stendur verður hægt að nálgast þau hér.

Vefritið beitir sér fyrir því að vera vettvangur fyrir:

 • Orðræðu um tónlist á íslensku máli
 • Miðlun þekkingar
 • Varðveislu rannsókna

Með vefritinu viljum við auka umsvif rannsókna á sviði tónlistar, skapa ný tækifæri og hvata, og vera miðstöð sjónarhorna innan tónlistar.

Ritstjórn
Atli Ingólfsson
Einar Torfi Einarsson
Þorbjörg Daphne Hall

Upplýsingar

 • Til höfunda

  Kallað er eftir efni í 9. tölublað.

  Lengd texta: 500 – 5000 orð

  Skilafrestur texta: 1. mars 2024 – Berist til: threads@lhi.is

  Texta skal senda inn sem .doc/docx skrá. Myndskrár skal senda sér: 300dpi (.tif, .png, .jpg, .pdf))

  Viðmið varðandi innsenda texta:

  • Tegundir texta: fræðilegar greinar, umfjöllun um tónverk, listrænar nálgarnir, aðferðafræði, þýðingar, listræn manifestó (yfirlýsingar), frjálslegar pælingar varðandi tónlistarstarf/kennslu/list viðkomandi eða annarra.
  • Tímaritið er opið fyrir uppástungum hverju sinni varðandi textagerðir og má hér nefna sem dæmi umfjallanir eða úttektir á bókum, geisladiskum, tónleikum, hátíðum, o.s.frv. Einnig mætti hugsa sér heimildavinnslu eða viðtöl á myndbandsformi eða hljóðformi.
  • Leitast verður til við að virkja nokkur lykilhugtök varðandi gerð texta og aðferða til að skapa þekkingu og skilning: „reflection“ eða ígrundun (í framkvæmd eða eftir framkvæmd), rýni (á eigin list eða annarra), tengsl (finna tengsl, búa til tengsl), samhengi, og bakvinnsla/ferli (hvað liggur að baki, umhverfis, framundan).
  • Grunnflokkar: tónsmíðar/tónskáld, tónfræði, tónlistarfræði, flytjendur/flutningur, annað (gagnrýni/umfjöllun/dómur…)
  • Lögð er áhersla á opinn vettvang og mikinn sveigjanleika varðandi tegundir texta og innsent efni.
  • Höfundar eru hvattir til að nýta sér stafrænt umhverfi ritsins og bæta við hljóð-, vídeó- og myndskrám.
  • Tímaritið stefnir á að innihalda bæði ritrýnt og óritrýnt efni.
  • Vefritið leggur áherslu á íslenska tungu en þó verður einnig tekið á móti textum á ensku.

  Áhugasamir geta haft samband í tölvupósti: threads@lhi.is

 • Hafa samband

  Hægt er að hafa samband við ritstjórn í gegnum tölvupóstinn threads@lhi.is