Fyrirlestur: Rory Hyde í Norræna húsinu

FUTURE PRACTICE of design and architecture – Fyrirlestur og umræður

Miðvikudaginn þann 31. maí gefst einstakt tækifæri til að hlýða á arkitektinn, sýningarstjórann og höfundinn Rory Hyde, sem fjallar um nýjar forsendur og aðferðir í síbreytilegum heimi hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða fyrirlestur og umræður undir heitinu FUTURE PRACTICE of design and architecture sem fara fram í Norræna húsinu kl. 20:00-21:30.