Sláðu inn leitarorð
Bragi Hilmarsson
ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI SVONA, VIÐ VILDUM AÐ VIÐ VÆRUM SVONA
Manneskjan vill vera hafið og himininn, allt þar á milli og allt þar fyrir utan. Hún vill stjórna náttúrunni, sameinast henni og taka fram úr henni. Allt á sama tíma. Sameiginleg óuppfyllt ósk sem býr í manneskjunni um að verða að einhverju öðru en hún er. Mannslíkaminn býr hins vegar ekki sjálfur yfir slíkri ummyndun.