Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Bragi Hilmarsson

Bragi Hilmarsson útskrifast með meistaragráðu og kennsluréttindi frá listkennsludeild vorið 2025.

 

Samtímalist í íslenskum grunnskólum

 

Hér er fjallað um hlutverk samtímalistar í myndmennt grunnskólanemenda með áherslu á hvernig unnt sé að efla skilning og áhuga nemenda á listformum sem sjaldan eru tekin fyrir í grunnskólum, eins og gjörningalist, vídeólist og innsetningar.

Í upphafi er sett fram fræðilegt samhengi þar sem hugtakið samtímalist er skilgreint, einkenni hennar rædd og borin saman við hefðbundna listsköpun. Fjallað er um ólíkar hugmyndir um gilda lista í skólastarfi, auk þess sem þróun opinberrar stefnu í listkennslu á Íslandi er rakin með vísan til útgáfa aðalnámskrár frá 1999, 2013 og 2014. Þá er lögð áhersla á mismunandi kennslufræðilegar nálganir á samtímalistkennslu, meðal annars út frá hugmyndum um umbreytandi nám, sjálfsákvörðunarkenninguna og list sem rannsókn.

 

 

Rannsókn þessarar ritgerðar byggir á eigindlegri viðtalsrannsókn þar sem tekin voru sex hálf-opin viðtöl við myndmenntakennara á höfuðborgarsvæðinu. Markmið viðtalanna var að kanna viðhorf kennaranna til kennslu samtímalistar, greina helstu áskoranir og tækifæri sem þeir sjá í kennslunni og meta hvernig reynsla þeirra og innsýn geti nýst til þess að efla slíka kennslu í íslenskum grunnskólum.

 

Bragi Hilmarsson og Auðunn Kvaran – Hydration is Key – Innsetning í Rýmd 2018.jpg

 

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir jákvæð viðhorf myndmenntakennara gagnvart samtímalist eru ýmsar hindranir til staðar, einkum skortur á tíma, þekkingu og stuðningi frá skólayfirvöldum. Einnig kemur fram að kennarar telja mikilvægt að virkja listasöfn og listamenn betur í kennslunni til að efla áhuga nemenda og bæta menningarvitund þeirra.

Niðurstöðurnar benda þannig til þess að ef kennsla samtímalistar á að styrkjast verði að huga sérstaklega að aukinni fræðslu kennara um samtímalist, endurmenntun og markvissara samstarfi við listasöfn og listamenn.

 

Leiðbeinendur: Ingimar Ólafsson Waage og Rakel McMahon
30 ECTS MA listkennslufræði
2025