Snara – aðgangur með Microsoft innskráningu
Nú geta nemendur LHÍ notað veforðabækur Snöru heima með Microsoft innskráningu.
Hér eru leiðbeiningar frá Snöru sem vonandi koma að góðum notum.
1. Farið inn á https://snara.is og þar er grænn hnappur sem stendur „Innskráning“ (ef það er enginn innskráningarhnappur eruð þið þegar með aðgang og þurfið ekki að skrá ykkur inn).
2. Þar koma upp mismunandi innskráningarleiðir og þá á að velja „Innskráning með Microsoft“
3. Því næst ertu beðinn um netfang og lykilorð (þið notið @lhi.is netfangið ykkar og lykilorð).
4. Svo þarf að staðfesta, með símanúmeri og sms kóða.