Húð

Fyrir lokaverkefnið vildi ég einbeita mér að húðinni og tengingu mína við hana. Ég hata að vera snert en vil alltaf sýna mig. Ég byrjaði að rannsaka textíl fyrir þetta mótsagnakennda hugarfar. Ég komst að því að fljótandi latex skilaði fullkominni niðurstöðu fyrir mig, það hylur líkamann en er gegnsætt á sama tíma, nokkuð sem gaf mér hinn fullkomna textíl til að halda áfram með rannsóknina mína. Mig langaði að bæta við öðru efni til að gefa fötunum meiri dýpt svo ég ákvað að bæta við leðri. Efnin tvö gefa húðlíka áferð, hvort sem það hylur eða sýnir líkamann. Ég bætti síðan útskornum eftirhermum af öllum húðflúrunum mínum í leðrið auk þess að laserskera það með því að fylgja línum eigin líkama.

1._audur_yr_gunnarsdottir_-_auduryrgunnarsgmail.com-5.jpg