Auður Anna Kristjánsdóttir
auduranna12 [at] gmail.com 

Ég fanga viðfangsefni. Þetta er spurning um að vilja vera rökvís eða ekki, vera pólitísk eða hlutlaus. Hjá mér er sú hugsjón ekki formföst heldur ákvarðast hverju sinni með hverju sköpunarverki. Hugrenningatengsl, sem erfitt er að útskýra í þaula, koma gjarnan fyrir hjá mér en hafa einhverjar vísanir samt sem áður. Líkt og te og hunang eiga vel saman í eldhússkápnum þá á hunang einnig samleið með hveitinu. Viðfangsefni geta verið með vísanir í mismunandi áttir og mynda tengsl sem ég vinn með í ákveðna átt. 

Ég leyfi hugmyndum og sköpunarferlinu að leiða mig áfram á nýjar brautir. Að leyfa listsköpuninni að flæða áfram, ekki hengja mig á endapunktinn. Ef ekki þá er hætta á því að ég stíflist og sitji uppi með fúlt uppistöðulón af ígrunduðum en lífvana hugmyndum. 

// 

I apprehend subject matter. It's a question of whether to be rational or not; to be political or neutral. To me, these ideals are not fixed, but determined with each piece I create. Ideas come to me by association, a process that is difficult to describe in depth. It is something I tend to cultivate within me with some point of reference. Just as tea and honey go well together within the kitchen cupboard, so does honey go well with flour. Subject matter can make references to various things and form connections which I work with in a specific manner.  
I allow ideas and the creative process to lead me onward to new areas. I allow my creativity to flow, rather than force myself to find a means to an end. If I don't, then there is a risk I will hinder myself and end up with a foul reservoir of well-considered, but lifeless ideas.