Stundarbrjálæði

Fyrsta minning mín af félagskvíða er þegar ég var átta ára og var beðin af trúði um að fara á svið og öskra eins hátt og ég gat í míkrafón. Síðan þá hefur líf mitt verið hringrás af áskorunum og tilfinningalegum stormum, sumir voru erfiðari en aðrir en þegar ég komst í gegnum þá á lífi var mér gefinn meiri kraftur til þess að takast á við þann næsta. Hvað ef ég gæti stigið á svið sem mitt draumasjálf fyrir framan öll gagnrýnu sjálfin mín og öskrað eins hátt og ég gæti í míkrafón, án ótta og kvíða?
 

4._arna_inga_arnorsdottir_-_arna19lhi.is-7.jpg