Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
„Ég ólst upp í Hafnarfirði og lærði á slagverk í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Árið 2016 fór ég í tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands og kláraði 2019. Ég hef verið mikið í hljómsveitum, unnið sem hljóðmaður og sem kennari.“
Andrés ákvað í kjölfarið að sækja sér frekari menntun og kennsluréttindi í listkennsludeild.
„Ég fór í námið því mér fannst ég vanta ákveðin tæki og tól í minni kennslu. Ég kenndi tónmennt í tvö ár í tveimur mismunandi grunnskólanum. Það var mjög gefandi lífsreynsla en á sama tíma var augljóst að mig vantaði eins og segir áður ákveðin tæki og tól, segir Andrés sem hefur átt góðan tíma sem nemandi í listkennsludeild.
„Upplifun mín af náminu er frábær! Þetta er mjög skemmtilegt nám, skemmtilegt fólk og skemmtilegir kennarar. Ég hef lært alveg ótrúlega mikið og þá var sérstaklega gaman að fara í vettvangsnám í grunnskóla og í framhaldsskóla,“ segir Andrés og bætir við: „Allt nám nýtist manni á einhvern hátt á hverjum einasta degi.“
![]()
Andrés Þór stefnir á útskrift í júní og vinnur þessa dagana að 30 eininga MA rannsóknarritgerð.
„Lokaverkefnið mitt við listkennsludeild er rannsókn á því hvernig og hvers konar nám á sér stað í hljómsveitum ungmenna. Hvað læra þau af því að búa til sitt eigið samfélag, sínar reglur og ákveða sín markmið, allt á sínum forsendum,“ segir Andrés en hann kemur til með að kynna lokaverkefni sitt ásamt öðrum útskriftarnemendum á útskriftarviðburði listkennsludeildar í maí.
Hvað er svo framundan hjá Andrési?
„Klára þessa lokaritgerð og halda útskriftarveislu í vor!“