Nú er alþjóðleg vika opins aðgangs (20.-26. okt). Í tilefni af því hafa háskólabókasöfnin á Íslandi unnið að hlaðvörpum sem tengjast málefninu.
Hlaðvarp LHÍ ber heitið Að deila sköpun og þar ræðir Sigurborg Brynja Ólafsdóttir við Huldu Stefánsdóttur, Sigmund Pál Freysteinsson og Gunndísi Ýr Finnbogadóttur.
Fjallað er um opinn aðgang í tengslum við listir og listrannsóknir, rætt um tækifæri og áskoranir, höfundarétt, eignarhald á þekkingu, áhrif gervigreindar og Research Catalogue gagnagrunnurinn er kynntur.