Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Aðsóknarmet á Háskóladaginn í reykjavík

  • 7.mars 2025

Listaháskóli Íslands bauð áhugasömum í húsnæði LHÍ að Stakkahlíð 1 þar sem boðið var upp á tónleika, kvikmyndasýningar, opnar vinnustofur hönnunardeildar, myndlistarsýningu, tálgun með listkennsludeild, kynningar á tónleika og margt fleira. Nemendur, kennarar og starfsfólk LHÍ kynntu námsframboð og áttu í samtölum við framtíðar umsækjendur um það sem kveikti áhuga þeirra. Viðburðurinn vakti mikla athygli og slegið var aðsóknarmet frá fyrra ári – alls heimsóttu um 800 manns Listaháskólann í þetta sinn.

Eftirfarandi nemar úr myndlist sýndu verk sín. Elísa Þóreyjardóttir, – Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, Nóam Óli, Svava Dögg, Helga Thorlacius Finnsdóttir, Sophia Taylor, Arnar Breki Ragnarsson, Guðrún Emma, Alexander Freyr, Hera Katrín Karlsdóttir, Ollie Sánchez-Brunete, Oona María Mara, Teitur Emil Vähäpassi, Torfi Sveinn og Erla Rut Pétursdóttir

Eftirfarandi nemendur í kvikmyndagerð sýndu afrakstur vinnu sinnar: Alfreð Hrafn Magnússon, Alvin Hugi Ragnarsson, Álfheiður Richter Sigurðardóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Brynjar Leó Hreiðarsson, Egill Sigurðsson, Egill Spanó, Elizabeth Karen Guarino, Hanna Hulda Hafþórsdóttir, Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Konráð Kárason Þormar, Luis Carlos Aleman Furlan, Markús Loki Gunnarsson, Matthías Kristinsson Schram, Salvör Bergmann, Samúel Lúkas Rademaker, Signý Rós Ólafsdóttir, Steinar Þór Kristinsson, Svavar Burgundy Þórólfsson, Telma Huld Jóhannesdóttir, Úlfur Elíasson Arnalds og Vigdís Ósk Howser Harðardóttir.

Listaháskólinn þakkar öllum fyrir komuna og minnir á að Háskóladagurinn verður haldinn á Höfn 10. mars, Egilstöðum 11. mars og Akureyri 12. mars.

Umsóknarfrestur um BA nám og alþjóðlegar meistaranámsbrautir er til 8. apríl.

Hér að neðan má sjá myndir af viðburðinum teknar af Owen Fiene:

Aðrar fréttir og greinar