Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Nemendur í meistaranámi tónlistardeildar Listaháskóla Íslands sýna afrakstur vikudvalar sinnar í Skálholti fimmtudaginn 25. september. Viðburðurinn hefst í kirkjunni þar sem flutt verða verk og verkefni nemenda en að því loknu ganga gestir saman yfir í Skálholtsbúðir þar sem dagskráin heldur áfram í Oddsstofu. Gangan milli staðanna er hluti af heildarupplifuninni.
Verkefnið er hluti af meistaranámi í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) og tónsmíðum við LHÍ, og fer fram undir handleiðslu Berglindar Maríu Tómasdóttur og Sigurðar Halldórssonar.
NAIP er tveggja ára fjölþjóðlegt meistaranám sem starfrækt er í samstarfi við Konunglega tónlistarháskólann í Haag og Prince Claus tónlistarháskólann í Groningen í Hollandi.
Í náminu er lögð áhersla á samvinnu ólíkra strauma og listgreina, listræna stjórnun, verkefnastjórnun og samfélagslega tengingu. Nemendur fá þannig tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn og þróa aðferðir sem geta nýst á breiðum vettvangi í síbreytilegu menningar- og samfélagsumhverfi.
Viðburðurinn í Skálholti er öllum opinn og aðgangur ókeypis.



