Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 18.00 heldur Skerpla tónleika í Dynjanda, sal tónlistardeildar LHÍ. Á efnisskrá eru verk eftir Christian Wolff, Pauline Oliveros, Rachel Beetz og meðlimi hópsins. Tónleikarnir eru jafnframt lokahnykkur áfangans þessa önnina þar sem tónlist í pólitísku samhengi hefur verið könnuð.
Skerpla er tónlistarhópur sem starfar innan Listaháskóla Íslands og var stofnaður haust 2018. Skerpla rannsakar, skapar og flytur tónlist af tilraunakenndum toga með það að markmiði að víkka út hefðbundnar hugmyndir um tónlist.
Leiðbeinandi: Berglind María Tómasdóttir, prófessor við tónlistardeild.