Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Samhengi býður velkominn Sir James MacMillan miðvikudaginn 28. janúar kl. 14:00 – 15:00 í Skriðu, Stakkahlíð. Viðburðurinn verður í formi Q & A.
Spyrill: Guðni Franzson.
Á þessum opna Q&A viðburði gefst gestum tækifæri til að kynnast MacMillan nánar og spyrja út í verk hans, sköpunarferli og nálgun á tónlist.
Viðburðurinn er öllum opinn.

Skoska tónskáldið Sir James MacMillan er eitt af þekktustu tónskáldum samtímans og starfar jafnframt sem hljómsveitarstjóri víða um heim. Tónmál hans mótast af skoskri arfleifð, kaþólskri trú, samfélagslegri vitund og sterkum tengslum við keltneska þjóðlagatónlist, og einkennist af kraftmiklum hrynjanda og djúpstæðri tilfinningatjáningu.
MacMillan vakti alþjóðlega athygli með verkinu The Confession of Isobel Gowdie á BBC Proms árið 1990 og hefur síðan samið fjölda hljómsveitarverka, kórverka og einleikskonserta. Hann var sleginn til riddara árið 2015.
Í heimsókn sinni til Íslands mun hann stjórnar tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum í Eldborg, Hörpu, þar sem frumflutt verða ný íslensk tónverk auk þess sem Trombone Concerto (2017) eftir hann sjálfan verður flutt.