Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Heimsókn í Safnasafnið, Unnar Örn og Þórgunnur Þórsdóttir
Föstudaginn 5 desember kl.13:00 – 14:30 

Verið hjartanlega velkomin á hátíðarfyrirlestur, síðasta fyrirlestur í opnu fyrirlestrasyrpu Myndlistardeildar haustið 2025. Að þessu sinni munu þau Unnar Örn og Þórgunnur Þórsdóttir, meðstjórnendur í stjórn Safnasafnsins, fara með áheyrendur í heimsókn í Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Í tilraunakenndri leiðsögn um undraheim safnsins munu Unnar og Þórgunnur veita innsýn í höfuðsafn íslenskrar alþýðulistar. 

Í kjölfar fyrirlestrarins verða haldin litlu jól þar sem boðið verður upp á kakó og piparkökur og gestir hvattir til að staldra við og njóta síðustu klukkustunda haustannarinnar. Á sama tíma opnar sýning  fyrstu ár meistaranema i myndlist, Kveikjuþræðir í galleríum deildarinnar. 

Nánar um safnið: Safnasafnið, höfuðsafn íslenskrar alþýðulistar, var stofnað 17. febrúar árið 1995, af hjónunum Níelsi Hafstein myndlistarmanni og Magnhildi Sigurðardóttur geðhjúkrunarfræðingi. Hafa þau byggt upp myndarlega sýningaraðstöðu sem samanstendur af gamla barnaskólanum, sem jafnframt var þinghús Svalbarðshrepps, og kaupfélagshúsinu Gömlu-Búð sem reist var árið 1900 á Svalbarðseyri en flutt á safnlóðina 2006 og endurgert. Voru þessi tvö virðulegu hús síðan tengd saman með glæsilegri viðbyggingu og safnið opnað í núverandi mynd 2007 með 10 misstórum sölum og alls 474 fermetra sýningarrými. Stofnendum Safnasafnsins hefur á þremur áratugum tekist það sem ólíklegt þótti, að færa alþýðulistina af jaðrinum inn að miðju og lokka jafnframt skólaða nútímalistamenn til heilladrjúgs samstarfs. 

Myndacredit:
Gía / Gígja Thoroddsen, 1957-2021
Kona sem blóm / Woman as a Flower