Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Meistaranemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands bjóða yður velkomin á spennandi sýningu í Epal gallerí Laugarvegi 7! 🎉
Frá 18. til 28. september verður til sýnis úrval verka eftir Einar Sveinsson arkitekt (1906–1973). Á sýningunni verða til sýnis líkön og teikningar sem unnar voru á fyrstu vikum haustmisseris 2025 í námskeiðiinu “Collective Research – Typology” þar sem viðfangsefnið er búsetuform og húsagerðir. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Garðar Snæbjörnsson og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson.
Einar Sveinsson var lykilpersóna í þróun borgarlandslags Reykjavíkur og starfaði sem borgararkitekt frá árinu 1934 til æviloka. Byggingar hans eru órjúfanlegur hluti af svipmóti borgarinnar, en framlag hans hefur ekki alltaf fengið þá viðurkenningu sem það á skilið. Nú er komið að því að varpa ljósi á þann merka arf sem hann skilur eftir sig!
Komið og sjáið nokkur af þekktustu kennileitum Reykjavíkur og sögu arkitektúr borgarinnar! 🏛️
Við hlökkum til að taka á móti þér á þessari hátíð íslenskrar byggingarlistar.
Join us at Epal gallery for an exciting architectural exhibition hosted by students in the 1st year of the master’s program at the Iceland University of the Arts