Þriðja árs arkitektanemar við Listaháskóla Íslands bjóða til sýningar á verkefnum sínum sem unnin hafa verið í haust. Í sameiningu gerðu þau fjölbreytta greiningu á bænum út frá mismunandi sjónarhornum. Í kjölfarið unnu þau einstaklingsverkefni þar sem þau gátu valið á milli fimm ólíkra viðfangsefna. Verkefnin fjalla um þau margvíslegu mál sem Þorlákshöfn stendur frammi fyrir og velta nemendur fyrir sér hvaða möguleika og áskoranir framtíðin geymir.