Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Opnun 23.01. at 17.00
Skaftfell, Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður
Sýningin stendur 23.01 – 27.02 2026
Opið þriðjudag – til föstudags frá 11.00-15.00
2001 – 2026. Ár eftir ár, lag eftir lag sem hleðst upp eins og pönnukökur og jarðlög fjallanna. Við erum tuttugasta og fimmta lagið. 25 lögðu af stað í leiðangur og þau tóku sér 1 til viðbótar. Menningin lóðrétt en ljósið berst lárétt svo fjöllin bera sólina eins og hatt. Innblástur dreginn frá dvöl í firðinum og verk dregin upp úr höttum.
Allir mismunandi og kannski einn öðruvísi, það er allt og sumt.
= 26
Skaftfell og Listaháskóli Íslands kynna með stolti sýningu 26 útskriftarnema Myndlistardeildar í sýningarsal Skaftfells. Listafólkið hefur dvalið í firðinum og kynnst ýmsum hliðum mannlífs og atvinnuhátta á staðnum. Vinnustofan er samstarf á milli Listaháskóla Íslands og Skaftfells myndlistamiðstöðvar, en þetta samstarf hófst fyrir tilstilli Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar árið 2001. Í þeim hópi nemenda voru Gunnhildur og Sirra sem nú leiða vinnustofuna. Í ár er sérstaklega áþreifanlegt mikilvægi þess að halda arfleið námskeiðsins á lofti nú þegar við kveðjum Björn Roth.