Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Fanney Vala Arnórsdóttir

Fanney Vala Arnórsdóttir útskrifast með meistaragráðu og kennsluréttindi frá listkennsludeild vorið 2024.

 

Sviðslistabraut Menntaskólans á Akureyri

Uppbygging og þróun sviðslistanáms á framhaldsskólastigi

 

Í nóvember 2019 ákvað Menntaskólinn á Akureyri (MA) að fara af stað með kjörnámsbraut í sviðslistum í samvinnu við Leikfélag Akureyrar (LA) og Menningarfélag Akureyrar (MAk) Höfundur þessarar ritgerðar var ráðinn til að móta, byggja upp og kenna og stýra brautinni. Ritgerð þessi er skrifuð til þess að rannsaka þróun brautarinnar frá byrjun. Allt frá aðdraganda hennar, hönnum og formlegu samþykki, að móttöku fyrstu nemenda og kennslu á öllum áföngum hennar, sem spannar þrjú ár á framhaldsskólastigi. Í ritgerðinni er brautin spegluð í kenningum og hugmyndum innlendra og erlendra fræðimanna kennslufræðinnar, skoðuð í tengslum við vinnu annarra sem hafa byggt upp slíkar brautir við aðra framhaldskóla landsis og borin saman við Aðalnámskrá Framhaldskóla frá 2011. Þá verður rannsakað hvernig hún stenst þann samanburð. Skoðað verður hvaða hindranir mættu höfundi á þessari vegferð, hvað gekk vel og hvað mætti betur fara.

Höfundur er leiklistarmenntaður og hafði ekki hlotið formlega kennaramenntun þegar vinna við brautina hófst þótt hann hefði stundað kennslu í leiklist um árabil, bæði í London og á Akureyri. Í lokahluta ritgerðina mun höfundur skoða sitt eigið starf í þessu ferli við uppbyggingu og framkvæmd sviðslistabrautarinnar við MA. Þróun og þroska hans sjálfs í gegnum þau þrjú og hálft ár sem hann sinnti stöðu verkefnisstjóra og kennara við brautina. Hvernig reynsla hans og fyrri menntun, ferlið sjálft sem og nemendur og samkennarar höfðu áhrif á höfundinn.

Leiðbeinandi: Vigdís Gunnarsdóttir
30 ECTS MA

valafannell@gmail.com