Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Þriðja árs BA nemar í myndlist á Seyðisfirði

  • 16.janúar 2026

Allur árgangur þriðja árs BA nema myndlistardeildar, samtals 26 nemendur, í tveggja vikna vinnustofu á Seyðisfirði.

Hópurinn sem dvelur nú á vegum Skaftfells í tvær vikur vinnur að sýningu sem opnar 23. janúar undir handleiðslu Gunnhildar Hauksdóttur og Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. 

Þessa viku hafa þau skoðað sig um og kynnst bænum, heimsótt Herðubreið, Fiskvinnsluna, LungA skólann, Prentverk Seyðisfjörður og Bræðsluna. Þau fóru í vinnustofuheimsókn í Ströndin Studio þar sem þau fengu fyrirlestur frá Jessicu Auer um verkið hennar Heiðin og nálgun hennar á samfélög. Einnig fengu þau fyrirlestur um landfræði í víðum skilningi frá Ólafi Péturssyni og í Skaftfelli Bistro fengu þau sögustund með Pétri Kristjánssyni.

Vinnustofan í samstarfi við Listaháskóla Íslands hófst fyrir tilstilli Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar árið 2001 eða fyrir 25 árum! Í þeim hópi nemenda voru Gunnhildur og Sirra sem nú leiða vinnustofuna. Í ár er sérstaklega áþreifanlegt mikilvægi þess að halda arfleið námskeiðsins á lofti nú þegar við kveðjum Björn Roth.

Við hlökkum til að sjá afrakstur vinnu þeirra í næstu viku!