Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Líf og fjör einkenndi Herma á Hverfisgötu síðastliðinn föstudag þegar nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands héldu útgáfuhátíð bókarinnar Farvegir og form.
Viðburðurinn hófst kl. 17 með sameiginlegu ávarpi nemenda þar sem þau sögðu frá vinnuferlinu, hugmyndunum og fjölbreyttum nálgunum að rannsóknarefninu.
Eintök af bókinni voru í boði fyrir gesti án endurgjalds, sem vakti mikla lukku.
Um verkefnið
Farvegir og form byggir á inntaki og rannsóknarefni BA ritgerða þriðja árs nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Þar sem nemandi ritstýrir, vinnur texta og myndir og hannar útlit fyrir einstaklings útgáfu. Þessi einstaklingsverkefni eru svo birt í þrennskonar sameiginlegri útgáfu í prenti, á vefsíðu og á viðburði. Bekkurinn skiptist í þrennt til að sinna þessum útgáfuþáttum.
Útgáfan er liður í að varpa ljósi á rannsóknina, dýpka hana, skoða ólíka þræði ritgerðanna og möguleika í sjónrænni framsetningu. Viðfangsefnin eru könnuð út frá ólíkum miðlum og þeim fundinn viðunandi farvegur.
Stafræn verkefni og alla texta má finna á farvegirogform.is
Myndir: Eygló Gísladóttir