Séð frá tungli / tónlistarmenn framtíðarinnar

Tónleikadagskrá í Hallgrímskirkju laugardaginn 28. apríl klukkan 14. Á efnisskrá er tónlist eftir Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson en öll eiga þau stórafmæli á árinu. 

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju. 

Fram koma tónlistarnemendur við tónlistardeild LHÍ. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Efnisskrá:

Ljóðatónleikar söngdeildar LHÍ

Ljóðatónleikar söngdeildar LHÍ fara fara fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 24. apríl 2018 klukkan 18. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Á efnisskrá eru ljóðasöngvar eftir Franz Schubert, Wilhelm Stenhammar, Johannes Brahms, Antonin Dvorak, Gustaf Mahler, Richard Strauss, Hugo Wolf, George Crumb og Johann Abrahm Peter Schulz.

Varpaljóð á Hörpu: Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum

Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum, miðvikudaginn 11. apríl klukkan 12:15.  

Fram koma söngnemar Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar og Hönnu Dóru Sturludóttur af bakkalárstigi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Á efnisskrá eru sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Þorkel Sigurbjörnsson, þar af frumflutningur á nýju lagi Jóns Ásgeirssonar við ljóð Þorsteins frá Hamri.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Flytjendur:

„Á söngbraut tónlistardeildar ber nemandinn ábyrgð á sínu námi. Hann fær frelsi til að skoða hvar áhuginn liggur og hver framtíðaráform hans eru. Ástríða kennara og nemenda fyrir tónlistarsköpun er alls ráðandi og nemendur fá að njóta sín á ólíkum sviðum, t.d. í samspili, spuna, og í vinnu við eigin verkefni. Tónlistardeildin er í stöðugri þróun og hentar vel nemanda sem stefnir að því að verða sjálfstæður og skapandi tónlistarmaður.“

 

María Sól Ingólfsdóttir