Ljóðatónleikar söngdeildar LHÍ

Ljóðatónleikar söngdeildar LHÍ fara fara fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 24. apríl 2018 klukkan 18. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Á efnisskrá eru ljóðasöngvar eftir Franz Schubert, Wilhelm Stenhammar, Johannes Brahms, Antonin Dvorak, Gustaf Mahler, Richard Strauss, Hugo Wolf, George Crumb og Johann Abrahm Peter Schulz.

Varpaljóð á Hörpu: Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum

Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum, miðvikudaginn 11. apríl klukkan 12:15.  

Fram koma söngnemar Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar og Hönnu Dóru Sturludóttur af bakkalárstigi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Á efnisskrá eru sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Þorkel Sigurbjörnsson, þar af frumflutningur á nýju lagi Jóns Ásgeirssonar við ljóð Þorsteins frá Hamri.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Flytjendur:

„Á söngbraut tónlistardeildar ber nemandinn ábyrgð á sínu námi. Hann fær frelsi til að skoða hvar áhuginn liggur og hver framtíðaráform hans eru. Ástríða kennara og nemenda fyrir tónlistarsköpun er alls ráðandi og nemendur fá að njóta sín á ólíkum sviðum, t.d. í samspili, spuna, og í vinnu við eigin verkefni. Tónlistardeildin er í stöðugri þróun og hentar vel nemanda sem stefnir að því að verða sjálfstæður og skapandi tónlistarmaður.“

 

María Sól Ingólfsdóttir

Söngur

Söngnámið við LHÍ er framsækið nám í stöðugri þróun og taka nemendur virkan þátt í því að móta námið. Nemendur eru hvattir til þess að þjálfa þá fjölbreyttu þætti og hæfni sem snúa að starfi og starfsvettvangi söngvara.

Nemendur vinna að því að ná góðu valdi á söngtækni með leiðbeinendum deildarinnar og gestakennurum. Einnig er unnið að túlkun og því að öðlast hæfni til þess að vinna á skapandi og sjálfstæðan hátt. Námið fer fram í einkatímum og í hóptímum. Áhersla er á valdeflingu, sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur séu leiðandi gerendur í náminu.

Lesa meira

Frá fagstjóra söngnáms

Söngnám við Listaháskóla Íslands er þriggja ára nám á bakkalárstigi og lýkur með BMus gráðu. Námið miðað að því að hver nemandi geti þróað sína sérstöðu sem flytjandi og listamaður. Kjarni námsins byggist á því að þjálfa heilbrigða söngtækni og að auka tækni, hæfni og gæði túlkunar flytjandans.