Gleym-mér-ei: Hádegistónleikar söngbrautar LHÍ á Kjarvalsstöðum

Gleym-mér-ei, hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ, hefur göngu sína á ný miðvikudaginn 30. janúar 2019. Tónleikaröðin, sem fer fram á Kjarvalsstöðum, er haldin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.

Ást, náttúra, feminismi og kynusli eru á meðal stefja á tónleikunum en hver konsert fléttast í kringum ákveðið þema. Á fyrstu tónleikunum, 30. janúar, verður tónlist Wolfgangs Amadeusar Mozarts í öndvegi í tilefni nýliðins afmælis tónskáldsins sem var fætt 27. janúar 1756 í Salzburg. 

Allir tónleikarnir hefjast klukkan 12:15 á miðvikudögum. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Desembertónleikar í Fríkirkjunni

Síðustu söngtónleikar tónlistardeildar LHÍ árið 2018 fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudagskvöldið 12. desember. 

Á tvennum tónleikum, kl. 18 og kl. 19:30 verða fluttir ljóðasöngvar, óperuaríur og söngleikjatónlist eftir fjölbreytilegan hóp tónskálda, þeirra á meðal Jean Sibelius, Cyndi Lauper, Gustaf Mahler, Hauk Tómasson, Clöru Schumann og Claude Debussy. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. 

Söngvarar:

Söngtónleikar í Fríkirkjunni

Nemendur söngbrautar tónlistardeildar LHÍ bjóða til tvennra söngtónleika í nóvemberlok í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Fimmtudagur 29. nóvember kl. 18

Fram koma:

  • Alexandria Parks
  • Edda Björk Jónsdóttir
  • Íris Björk Gunnarsdóttir
  • Sandra Lind Þorsteinsdóttir
  • Una María Bergmann
  • Vera Hjördís Matsdóttir

Píanóleikari: 
- Matthildur Anna Gísladóttir

Fimmtudagur 29. nóvember kl. 19:30 

Fram koma:

Gleym-mér-ei: Kynusli í óperum

 

Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur

Á hverjum tónleikum verður eitt þema tekið fyrir og dagskráin fléttast í kringum það. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk sönglagahefð, kynusli í óperum, feminismi og söngleikja- og óperettutónlist. Að auki verða einir tónleikarnir haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.

In Paradisum. Sálumessa Gabriel Fauré í Hallgrímskirkju

Tónleikar Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í samstarfi við Listvinafélags Hallgrímskirkju. Fram koma nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Í burðarhlutverki tónleikanna verður gullfalleg og áhrifarík sálumessa Gabriel Fauré auk þess sem flutt verða trúarleg kór- og orgelverk úr ýmsum áttum eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelsohn, Cécar Franck og fleiri. 

Efnisskrá:

Théodore Dubois (1837 - 1924): 
úr Douze pièces

Gleym-mér-ei: Íslensk tónlist

Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018.

Á hverjum tónleikum fléttast efnisskráin í kringum eitt tiltekið þema. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk tónlist, kynusli í óperum, jafnréttisbarátta og söngleikja- og óperettutónlist. Einir tónleikarnir verða að auki haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.

Allir tónleikarnir fara fram á miðvikudögum klukkan 12:15.

Gleym-mér-ei: Óperettur og söngleikir

Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018.

Á hverjum tónleikum fléttast efnisskráin í kringum eitt tiltekið þema. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk tónlist, kynusli í óperum, jafnréttisbarátta og söngleikja- og óperettutónlist. Einir tónleikarnir verða að auki haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.

Allir tónleikarnir fara fram á miðvikudögum klukkan 12:15.

Gleym-mér-ei: Ástarljóð og aríur

Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018.

Á hverjum tónleikum fléttast efnisskráin í kringum eitt tiltekið þema. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk tónlist, kynusli í óperum, jafnréttisbarátta og söngleikja- og óperettutónlist. Einir tónleikarnir verða að auki haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.