Una María Bergmann: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Unu Maríu Bergmann fara fram í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 2. maí kl. 18. Á tónleikunum flytur Una María m.a. sönglög og aríur eftir W. A. Mozart, Johannes Brahms, Claude Debussy og Jórunni Viðar. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. 

Auk Unu Maríu koma fram þær Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngkona, Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóluleikari, Guðný Charlotta Harðardóttir, píanóleikari og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ:

Snæfríður María Björnsdóttir: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Snæfríðar Maríu Björnsdóttur fara fram í Salnum í Kópavogi, þriðjudaginn 30. apríl kl. 21.

Á efnisskrá eru verk eftir W. A. Mozart, Richard Strauss, Jórunni Viðar, Tryggva M. Baldvinsson og fleiri. Auk Snæfríðar koma fram á tónleikunum píanóleikararnir Aladar Racz og Hjalti Þór Davíðsson.

Tónleikarnir eru hluti af útskriftarhátíð LHÍ. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Vortónleikar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju

Undurfalleg trúartónlist hljómar á vortónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14.   Tónlistin spannar margar aldir, allt frá endurreisn til okkar tíma en á  efnisskrá er kórtónlist, hljóðfæra- og einsöngstónlist eftir Tómas Tallis, William Byrd, John Bennett, Thomas Luis de Victoria, Dietrich Buxtehude, J. S. Bach, W. A. Mozart, Franz Schubert, Théodore Dubois, Anton Bruckner og nemendur tónsmíðadeildar LHÍ. 

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. 

Gleym-mér-ei: Góða veislu gjöra skal

Gleym-mér-ei, hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ, hefur göngu sína á nýjan leik. Allir tónleikar fara fram á miðvikudögum kl. 12:15 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Ást, náttúra, feminismi og kynusli eru á meðal stefja á tónleikunum en hver konsert fléttast í kringum ákveðið þema.

Á tónleikum 13. mars verður haldið á krár og knæpur, grímudansleiki og alls kyns góðar veislur sem koma við sögu í óperubókmenntunum.

Efnisskrá:

Gleym-mér-ei: Náttúrutónlist á Kjarvalsstöðum

Gleym-mér-ei, hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ, hefur göngu sína á ný. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 12:15 á miðvikudögum. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Ást, náttúra, feminismi og kynusli eru á meðal stefja á tónleikunum en hver konsert fléttast í kringum ákveðið þema. 

Miðvikudaginn 6. febrúar verður tónlist með alls kyns náttúruívafi meginuppstaða tónleikanna. Á meðal tónskálda sem koma við sögu eru bandaríska tónskáldið George Crumb, Robert Schumann, Franz Schubert og Johannes Brahms.