Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Matthildur Brynja Sigrúnardóttir

Matthildur Brynja Sigrúnardóttir útskrifaðist með meistaragráðu og kennsluréttindi frá listkennsludeild veturinn 2024.

 

Hverful litróf

 

Þessi ritgerð fjallar um listrannsókn sem ég framkvæmdi haustið 2023 og snerist um að læra að búa til mitt eigið blek úr náttúrulegum efnum í mínu nánasta umhverfi. Ég bjó til litaprufur og skrásetti ferlið í dagbók sem ég setti svo saman í bókverk sem ég kalla Liti.

 

 

Annar hluti rannsóknarinnar snerist um að nota aðferðir blekgerðar til að skrásetja litróf þriggja staða. Ég náði mér í efnivið frá stöðunum, bjó til liti, tók ljósmyndir og setti saman í annað bókverk sem ég kalla Staði.

Bókverkunum miðla ég svo rafrænt á heimasíðunni Hverful litróf

 

 

Í textanum lýsi ég ferlinu sem leiddi að gerð verkanna, segi frá stöðunum, hvers vegna ég valdi þá og gildi skrásetninganna, ég skoða aðferðir listrannsókna samkvæmt skilgreiningum Henk Borgdorff og mína eigin nálgun á efnið. Ég fjalla um hugtökin hversdags- og hverfulleika; mína túlkun á þeim, hvernig þau tengjast innbyrðis og hvernig þau birtast í þessari rannsókn, í verkum annarra listamanna og í japanskri fagurfræði. Ég tek fyrir kenningar Yuriko Saito um fagurfræði hversdagsleikans, skoða hugtökin mono no aware, wabi sabi og ma og ræði gildi þess að njóta fegurðarinnar í hverfulleika hversdagsins.

 

 

Leiðbeinandi: Ingimar Ólafsson Waage
30 ECTS MA