Styrktarsjóður Halldórs Hansen var stofnaður 11. desember 2002. Halldór ákvað að arfleiða Listaháskóla Íslands að eigum sínum en hann lést í júlí 2003.
Meginmarkmið sjóðsins eru samkvæmt Skipulagsskrá að varðveita tónlistarsafn Halldórs en auk þess að styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn Listaháskóla Íslands sem og að veita árlega styrk í nafni Halldórs Hansen til tónlistarnema Listaháskóla Íslands. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum var veitt til bókasafns og tónlistarnema í febrúar 2005.
Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar. Rektor Listaháskóla Íslands er formaður en hinir tveir eru skipaðir af stjórn Listaháskóla Íslands til þriggja ára í senn. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.
Stjórnin vinnur samkvæmt Starfsreglum.
Stjórn
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, formaður
Árni Tómas Ragnarsson, læknir, ritari
Tryggvi M Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, meðstjórnandi
Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur
Nokkrar greinar úr Morgunblaðinu um styrktarsjóðinn
Enginn venjulegur tónlistarunnandi, Menningarlíf, miðvikudagur 12. desember, 2001
Tónlistarsafn og styrkir til nemenda, Menningarlíf, fimmtudagur 9. desember, 2004
Hátíðarsamkoma Syrktarsjóðs Halldórs Hansen í Salnum, Dagbók, föstudagur 7. janúar, 2005
Hvatning og heiður, Menningarlíf, laugardagur, 8. janúar, 2005
Gjöf verður grunnur að fræðimennsku í tónlist, Menningarlíf, þriðjudagur 11. janúar, 2005
Framsýni og metnaður á sviði tónlistar, Ritstjórnargreinar, miðvikudagur 12. janúar, 2005
Himinlifandi og stoltar, Tónlist, föstudagur 3. febrúar, 2006
Herdís Anna fær styrk til náms í Berlín, Fólk í fréttum, sunnudagur 24. september, 2006