Skólagjöld skólaárið 2022-2023

Verð miðast við hverja önn:
Bakkalárnám 311.675,- kr.
Meistaranám í listkennsludeild, söng- og hljóðfærakennslu og NAIP 378.551,- kr. 
Alþjóðlegt meistaranám: 481.926,- kr.

Skólagjöld BA:

15.584,- fyrir hverja einingu
20 einingar og fleiri  311.675,- kr.

Meistaranám í hönnun, myndlist, tónsmíðum og sviðslistum:

24.096,- kr. fyrir hverja einingu.
20 einingar og fleiri 481.926,- kr.

Meistaranám í listkennsludeild, Sköpun, miðlun & frumkvöðlastarfi (NAIP) og MA í söng og hljóðfærakennslu

18.928,- kr. fyrir hverja einingu.
20 einingar eða fleiri 378.551,- kr.
 
Óski nemandi í listkennsludeild eftir að taka námið á lengri tíma sjá hér
 
Óski nemandi í meistarnámi í tónsmíðum, NAIP og meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu eftir að taka námið á lengri tíma sjá hér

 

Haust og janúar/vorútskrift
Þeir sem ekki útskrifast að vori vegna ólokinnar lokaritgerðar eða lokaverkefnis og fresta skilum fram á haust greiða 37.500,- kr í skólagjöld fyrir haustönnina. Þeir útskrifast annað hvort í lok september eða lok janúar/júní. Þeir sem eiga jafnframt eftir að ljúka námskeiðum greiða skólagjöld eftir einingafjölda.
 
Staðfestingargjald
Umsækjendur þurfa að greiða 75.000 kr. staðfestingagjald til að tryggja sér skólavist. Sú upphæð gengur upp í skólagjöld.
Staðfestingargjald fyrir meistaranám MA hönnun, MA í myndlist og sýningargerð og MFA sviðslistum er 100.000, - kr. 
 
Námshlé
Í námshléi eru greiddar 25.000,- kr. á önn.
 
Almennt um skólagjöld og greiðslu þeirra
Skólagjöld greiðast í tvennu lagi með gjalddögum í ágúst og febrúar. Nemendur fá greiðsluseðla senda í heimabanka.
Hafi nemendur ekki greitt skólagjöld 20 dögum eftir gjalddaga er lokað fyrir aðgengi þeirra að húsnæði skólans og aðgangsnúmer þeirra gert óvirkt.
 
Nemendur skulu ávallt gera ráð fyrir efnis- og bókakaupum. Jafnframt skal reikna með prentkostnaði.
 
Nemendum er bent á að upphæð skólagjalda getur hækkað á milli ára.
 
Sigurlaug Sæmundsdóttir, silla [at] lhi.is,  sér um innheimtu skóla-og nemendafélagsgjalda.
 
Stjórn skólans ákveður fjárhæð skólagjalda og greiðslufyrirkomulag þeirra. Upphæð skólagjalda getur tekið breytingum en fylgir að öllu jöfnu vísitölu neysluverðs.
Einungis þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöld teljast skrásettir nemendur skólans og þeim einum er heimill aðgangur að skólanum.
Til að flytjast á milli missera þarf nemandi að hafa greitt skólagjöld.
Breytingar á skráningu með tilliti til skólagjalda eru ekki heimilaðar eftir 1. október á haustmisseri og 15. febrúar á vormisseri.
 
 

 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Allt nám við Listaháskóla Íslands er lánshæft hjá LÍN

Skólagjöld við Listaháskóla Íslands eru endurskoðuð árlega

Tengiliður við Lánasjóðinn er dagmar [at] lhi.is (Dagmar Atladóttir), námsstjóri.