Class: 
color2

Rytmískir samspilstónleikar á Stúdentakjallaranum

Rytmískir samspilstónleikar á Stúdentakjallaranum

Samspilshópar úr rytmísku kennaranámi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands koma fram í Stúdentakjallaranum mánudaginn 4. apríl kl 21.
 
Að þessu sinni flytja þrír samspilshópar tónlist sem þeir hafa unnið að undanfarin misseri og að vanda má gera ráð fyrir að efnisskráin verði mjög fjölbreyttu móti.
 
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
 
 

Vortónleikar Camerata LHÍ

Vortónleikar Camerata LHÍ

 
Camerata LHÍ heldur vortónleika í Háteigskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 18:30.
 
Á efnisskrá eru verk eftir Giovanni Battista Pergolesi (1710-36), Johann Christoph Bach (1642-1703), Johann Hermann Schein (1586-1630) og Gregorio Allegri (1582-1652).
 
 
Flytjendur á tónleikum eru:
 

Crossing Keyboards – Stokkhólmur

Tónlistardeild fær nemendur og kennara úr Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi í heimsókn dagana 4.- 6. apríl. Heimsóknin er partur af „Crossing Keyboards“ samstarfsverkefninu sem píanódeild LHÍ hefur verið þátttakandi í frá árinu 2018 og munu nemendurnir halda opna tónleika í Dynjanda 4. apríl kl 19. 
 
Mánudagur 4. apríl kl. 19
Tónleikar nemenda Kungl. Musikhögskolan, Stockholm -  í Dynjanda , Skipholti 31.
 
Fram koma:
Gunvor Matilda Andersson

Píanóverk Skrjabín hljóma í LHÍ og í MÍT

Píanóverk Skrjabín hljóma í LHÍ og í MÍT

Nemendur LHÍ og MÍT standa dagana 18. og 20. mars 2022 fyrir tvennum tónleikum þar sem píanóverk rússneska tónskáldsins Alexander Skrjabín fá að hljóma. Tónleikarnir eru liður í samstarfi LHÍ og MÍT en undanfarin ár hafa píanónemendur skólanna haldið sameiginlega tónleika tileinkaða helstu tónskáldum píanótónbókmenntanna. Þar má tónskáld á borð við Rameau, Grieg, Debussy, Bartók og Prokofjev.
 

Hádegisfyrirlestur í tónlistardeild - Sögur af flóttamönnum

Sögur af flóttamönnum: Abraham, Edelstein, Urbancic og framlag þeirra til íslensks tónlistarlífs

Fyrirlesari: Árni Heimir Ingólfsson

Föstudaginn 18. mars heldur tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson hádegisfyrirlestur í tónlistardeild. Þar mun hann fjalla um tónlistarmennina Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic og framlag þeirra til íslensks tónlistarlífs. Fyrirlesturinn fer fram í Dynjanda, sal tónlistardeildar, og hefst kl 12:45.

Öll velkomin!

Nánar um fyrirlestur

Crossing Keyboards – Riga

Crossing Keyboards – Riga
Dagana 2. til 4. mars 2022 heimsækja kennarar og nemendur frá Jazeps Vitols Latvian Academy of Music í Riga tónlistardeildina en heimsóknin er partur af samstarfsverkefninu „Crossing Keyboards“ sem píanódeild LHÍ hefur verið þátttakandi í frá árinu 2018. Nemendur JVLMA halda tónleika í Dynjanda, nýjum tónleikasal tónlistardeildar, miðvikudaginn 2. mars kl 18:00 ásamt því að þeir  Prof. Juris Kalnciems og Asoc. Prof. Toms Ostrovskis leiðbeina píanónemendum LHÍ á opnum masterklössum dagana 2. - 3. mars.