Class: 
color2

Kurt Weill

Nemendur 3. árs leikarabrautar ljúka formlegu söngnámi sínu með söngdagskrá, sem unnin er uppúr Túskildingsóperunni, Happy End og Mahagonny eftir Kurt Weill og Berthold Brecht.

Einnig flytja þau sönglög úr söngleikjunum One touch of Venus, Lady in the dark og Happy End  eftir  Kurt Weill við texta eftir Ira Gershwin, Maxwell Anderson og Ogden Nash.

Um útsetningar og hljóðfæraleik sjá nemendur Tónlistardeildar LHÍ ásamt Kjartani Valdimarssyni sem einnig sér um hljómsveitarstjórn. Tónleikararnir munu fara fram í Smiðjunni, vikuna 14.-18. desember.

Hausttónleikar Listaháskóla Íslands

Nemendur á söng- og hljóðfærabraut, hljóðfærakennarabraut og kirkjutónlistarbraut munu koma fram á árlegum hausttónleikum Listaháskólans. Allir tónleikarnir fara fram í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, fyrir utan þá síðustu sem fara fram í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast laugardaginn 28. nóvember. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Meðleikarar á tónleikum eru Selma Guðmundsdóttir, Richard Simm, Aladár Rácz, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Kristján Karl Bragason.

28. nóv. kl. 16 Maria Jönsson, flauta Anela Baraqi, píanó og Lillý Rebekka Steingrímsd, flauta

Tónlist

Höfuðáhersla tónlistardeildar er að innsæi og forvitni er drifkraftur sköpunar. Deildin hefur sérstöðu í framsæknu námi sem byggir á arfleifð, sögu, þekkingu og tækni. Markmið deildarinnar er að stuðla að þroska og efla nemendur til sjálfstæðis með sterka vitund fyrir nýsköpun, samfélagi og samstarfi.

Lesa meira