Class: 
color2

Málstofur tónsmíða // Maria W. Horn

Psychometric Instruments & Site Specific Composition
Málstofa tónsmíða
7.október kl.12:45 í Dynjanda
Gestur // Maria W. Horn

Föstudaginn 7.október fer fyrsta málstofa haustannar fram í tónlistardeild. Gestur okkar að þessu sinni er tónskáldið Maria W. Horn og mun fjalla um eigin tónsmíðaaðferðir. Þá mun hún koma inn á sálræna hugmyndafræði hlustunar og möguleikan á að skynja rými og sögu þess ef hlustað er af gaumgæfni.

Fyrirlestur // Maria Schneider

Maria Schneider 
Fyrirlestur í tónlistardeild
15.september kl.16:00 í Dynjanda - Skipholti 31, 105 Rvk.
Engin aðgangseyrir og allir velkomnir

-----------------------------------------

Fimmtudaginn 15.september mun tónskáldið og stórsveitarstjórnandinn Maria Schneider flytja erindi í Dynjanda, tónleikasal tónlistardeildar LHÍ.
Maria mun fjalla um feril sinn, hugmyndir og verk.
 

Hádegistónleikar // Venetian Lagoon

Project Venetian Lagoon
Hádegistónleikar í Dynjanda
Föstudaginn 9.september kl.12:15
Tónlistardeild LHÍ, Skipholt 31.
--------------------------------------------

Föstudaginn 9.september mun ítalska tvíeykið Christina Baggio, sópran, og píanóleikarinn Cecilia Franchini flytja tónleika í Dynjanda, sal tónlistardeildar LHÍ. Prógramið ber yfirskriftina Venetian Lagoon eða Feneyska lónið og skartar hinum ýmsu gondólasöngvum í bland við önnur sönglög. Tónleikarnir hefjast kl.12:15, allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.