Class: 
color2

Lillý Rebekka Steingrímsdóttir - útskriftartónleikar

 
Tónleikar í Salnum í Kópavogi 18. maí kl. 20:00.
Lillý Rebekka hóf píanónám 6 ára gömul í Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu en fljótt bættist þverflautan við og varð að lokum aðalhljóðfæri. Kennarar hennar hafar verið Skarphéðinn H. Einarsson, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Birna Bragadóttir og Petrea Óskarsdóttir og lauk Lillý árið 2012 framhaldsprófi á þverflautu frá Tónlistarskólanum á Akureyri undir leiðsöng Petreu.
Hljóðfærakennarabraut

Dodda Maggý - Coil

20. apríl kl. 20:00
Mengi

Dodda Maggý er vídeó- og hljóðlistamaður. Viðfangsefni verka hennar fjalla oft um ósýnilega eða huglæga þætti eins og skynræna reynslu og breytileg ástönd meðvitundar. Hvort sem verk hennar taka form vídeó/hljóðinnsetninga, tónlistar, hljóðlistar eða þögulla vídeóverka þá má segja að þau séu tilraunir til að formgera innri víddir drauma, minninga og ímyndunaraflsins.

Modular Music- Pétur Ben fjallar um tónlist sína

Föstudagsfyrirlestur í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13, föstudaginn 1. apríl kl. 12:45-13:45.

Gestur hádegisfyrirlestraraðar tónlistardeildar Listaháskólans næstkomandi föstudag er hinn fjölhæfi tónlistarmaður Pétur Þór Benediktsson en hann hefur verið tilnefndur til og unnið fjölmörg verðlaun fyrir tónlist sína.

Allir hjartanlega velkomnir!