Tónleikar og masterklass í píanó 29. og 30.mars
Stefan Bojsten prófessor við Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi heldur tónleika í sal Norræna hússins þriðjudaginn 29. mars kl.20. Leikur hann verk eftir Mozart, Schubert og Debussy.
Miðvikudaginn 30. mars heldur Bojsten masterklass fyrir píanónemendur kl.17–19:30 í Sölvhóli. Masterklassinn er opinn öllum áhugasömum.
