Afhending viðurkenninga úr sjóði Halldórs Hansen
Fimmtudaginn 9. júní kl. 17.00 – 18.00 verður úthlutað úr styrktarsjóði Halldórs Hansen fyrir árið 2016. Afhendingin fer fram við hátíðlega athöfn í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs.
Í ár hljóta þau Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, söngkona, og Steinar Logi Helgason, kirkjutónlistarmaður, verðlaun sjóðsins.
