Class: 
color2

Útskriftartónleikar: Erna Vala Arnardóttir, píanó.

Útskriftartónleikar Ernu Völu Arnardóttur
Salurinn, Kópavogi.
27. maí kl. 20:00
Diplómagráða.

Erna Vala byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul í einkakennslu hjá Ásrúnu Ingu Kondrup. Árið 2005 byrjaði hún í Nýja Tónlistarskólanum, þar sem hún lærði hjá Jóni Sigurðssyni og Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hún kláraði framhaldspróf og tónleika vorið 2013, og sama ár byrjaði hún í Bakkalárnámi við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté. 

Útskriftarverk: Kristinn Roach

Kristinn Roach Gunnarsson heldur útskriftartónleika sína úr Listaháskóla Íslands þann 26. maí næstkomandi í Salnum í Kópavogi kl. 21.
 
Verkið sem verður leikið er ónefnt rafverk í fjórum þáttum. Þrír af þessum fjórum þáttum eru unnir í kringum spunnar sönglínur og textabrot frá Ástu Fanneyju Siðgurðardóttur, listakonu. Ásamt Kristni leikur Kári Einarsson á hjóðgervla, hljóðbreyta og hljóðbúta.  
 
 
 

Ómkvörnin - uppskeruhátíð tónsmíðanemenda

Ómkvörnin verður haldin hátíðleg dagana 23. og 24. maí í Kaldalóni, Hörpu.
Ómkvörnin er uppskeruhátíð ungra tónskálda frá Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk þeirra eru flutt í samstarfi við bæði hljóðfæraleikara skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá.
Þessi fjölbreytta tónaveisla verður nú haldin í áttunda sinn og er aðgangur ókeypis.

Tónleikar verða á eftir farandi tímum:
Mánudaginn 23. maí - 17:00 Alvilda & 19:00 Bertúel
Þriðjudaginn 24. maí - 18:00 Dómald & 20:00 Ermenga
 

Útskriftarverk í skapandi tónlistarmiðlun.

Útskriftarnemendur í skapandi tónlistarmiðlun eru fjórir í ár. Þrír af þeimr halda sameiginlega útskriftarhátíð í Tjarnarbíói 11. maí. Fjórði nemandinn, Bjarmi, er með sitt verk 10.maí.
Skapandi tónlistarmiðlun er námsbraut sem er hugsuð fyrir fjölhæft og skapandi tónlistarfólk sem vill bæði nýta tónlistarhæfileika sína til að gefa af sér, virkja tónlistargáfur annarra og vinna að fjölbreytilegri tónsköpun og flutningi.

19:00. Ingibjörg Fríða Helgadóttir
20:00. Höskuldur Eiríksson
21:00. Eiríkur Ólason