Class: 
color2

OFF VENUE í Sölvhóli

Tvennir Iceland airwaves off-venue tónleikar meistaranema við Listaháskóla Íslands í samvinnu við Royal Academy of Music í Aarhus og ungsveitina Völuspá.

Fimmtudagur 3. nóv. kl. 18
Nordic Neighbors - 18 manna sveit frá Konunglega tónlistarháskólanum í Aarhus

Föstudagur 4. nóv. kl. 18
Meistaranemar úr NAIP og hljóðfærakennslu LHÍ, Ungsveitin Völuspá ásamt 18 manna sveit frá Konunglega tónlistarháskólanum í Aarhus
Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ásbjörg Jónsdóttir

Corey Fogel: Spuni í listsköpun

(english below)
Tónlistarmaðurinn Corey Fogel sem er staddur hér á landi í vegna Iceland Airwaves, býður til stefnumóts fimmtudaginn 3. nóvember  kl. 11:00 -13:00  í LHÍ á Sölvhólsgötu. Corey hvetja til tónlistarflutnings og umræðu sem varðar spuna í listsköpun. Hann mun rekja þráðinn í eigin listsköpun frá formlegri tónlistarmenntun yfir í myndlist. Viðburðurinn er á vegum rannsóknarstofu í tónlist

 

Ást og dauði í Feneyjum

Ást og dauði í Feneyjum.

Fyrirlestur á vegum Íslensku óperunnar í samvinnu við Richard Wagner félagið á Íslandi og Listaháskólann.

Sunnudaginn 6. nóvember kl. 14 heldur þýski leikhúsfræðingurinn og rithöfundurinn Oswald Georg Bauer fyrirlestur í Kaldalóni. Þar mun hann fjalla um tónskáldið Richard Wagner og dvöl hans í Feneyjum síðustu mánuði ævi sinnar en Wagner lést í Feneyjum 13. febrúar 1883, aðeins 69 ára að aldri. Fyrirlesturinn verður á ensku, með miklu af myndefni og tóndæmum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Nemendatónleikar nemenda LHÍ og Tónlistarskólans í Reykjavík

Nemendur LHÍ og nemendur Peters Máté úr Tónlistarskólanum í Reykjavík halda tónleika með píanóverkum eftir Sergej Prokofjev miðvikudaginn 26. október kl.20 í Sölvhóli.
Leiknir verða kaflar úr Barnalögum op.65, Visions fugitives op.22, balettum, sinfóníum og píanósónötum.

Verið velkomin!

Edda Erlendsdóttir
Kristinn Örn Kristinsson
Peter Máté