Class: 
color2

Rokkur: spunahátíð 2016

Algjör spunaveisla verður í tónlistardeild 15.-17. september, þar sem saman koma fríspunalistamenn frá Eistlandi, Skotlandi og Íslandi, ásamt nemendum tónlistardeildar. Hátíðin er hluti af spunanámskeiði NAIP meistaranema (New Audiences & Innovative Practice) og er opið öllum nemendum tónlistardeildar.
 

Á hátíðinni verða flutt spunaverk sem fjölbreytilega skipaðir hópar flytja, algjörlega í opnu formi þar sem helstu rammarnir eru hljóðfæraskipan og tími. Að öðru leyti spunnið á grunni þeirra aðferða sem listamennirnir hafa þróað.

Föstudagsfyrirlestur: Virginia Eskin

(Englis below)

Music of the Holocaust Era.

Virginia Eskin er bæði listamaður og kennari. Hún hefur kennt og haldið fyrirlestra í háskólum víðsvegar um Bandaríkin og Evrópu t.a.m í New England Conservatory, Boston Háskóla, Harvard, Brandeis, Northeastern, Gouchar, University of Alabama, American College of Greece, og Alþjóðlegu stofnuninni í Madrid. Hún tekur regluega þátt í endurmenntunar-námskeiðum,  viðburðum fyrir eldri borgara og öðrum samfélagslega tengdum verkefnum.