Class: 
color2

HEIÐDÍS HANNA HLÝTUR VIÐURKENNINGU ÚR STYRKTARSJÓÐI ÖNNU KARÓLÍNU NORDAL

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, meistaranemi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild LHÍ hlýtur í ár viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. Sjóðurinn er stofnaður af Önnu Karólínu sem fæddist í Vesturheimi árið 1902 og lést árið 1998. Hún bjó alla tíð í Kanada og kom aldrei til Íslands en hafði engu að síður sterkar taugar til landsins og sýndi ættlandi sínu og Íslendingum mikla ræktarsemi eins og sjóðurinn er fagur vitnisburður um.  Anna var alþýðukona og mikill unnandi tónlistar og vildi styrkja ungt tónlistarfólk í námi og hvetja til frekari árangurs.

Grafísk nótnaskrift

Kynning á lokaverkefnum í grafískri nótnaskrift

Nemendur í grafískri nótnaskrift munu kynna lokaverkefni sín í Sölvhóli á föstudaginn 16. desember kl. 12:34. Á námskeiðinu hafa nemendur fengið fyrirlestra um sögu grafískrar nótnaskriftar, skoðað miðilinn frá ólíkum hliðum, gert verkefni og rætt efnið frá ólíkum sjónarhornum. Áfanginn hefur verið skemmtilegur og búast má við spennandi útkomu úr verkefnunum.

Viðburðurinn er öllum opinn.

HAUSTTÓNLEIKARÖÐ TÓNLISTARDEILDAR

Hausttónleikaröð tónlistardeildar LHÍ fer fram dagana 26. - 7.desember víðsvegar um borgina: Safnahúsinu, Sölvhóli, Hannesarholti og Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
 

SAFNAHÚSIÐ

26. nóvember kl. 11:00

Kristín Þóra Pétursdóttir, klarínetta
Vilborg Hlöðversdóttir, flauta
Kristín Jóna Bragadóttir, klarínetta

26. nóvember kl. 14:00

Steinunn Björg Ólafsdóttir, sópran
Jóhanna María Kristinsdóttir, sópran

Masterklass í fiðluleik: Emmanuel Borowsky

Fiðlumasterklass föstudaginn 18. nóvember í Sölvhóli

Leiðbeinandi er fiðluleikarinn Emmanuel Borowsky

Við píanóið: Richard Simm

Fram koma:

Elísa Elíasdóttir: Fauré sónata nr.1  2.þáttur

Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir: Mozart konsert í A-dúr 1. Þáttur

Inger-Maren Fjeldheim: Bruch fiðlukonsert 1.þáttur

Júnía Jónsdóttir: Saint-Saens Havanaise

Herdís Mjöll Guðmundsdóttir: Mendelssohn fiðlukonsert 3.þáttur