Class: 
color2

Masterklass í tónsmíðum: Tónskáldið, Þuríður Jónsdóttir

Þuríður Jónsdóttir, tónskáld, nam þverflautuleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Konservatoríið í Bologna á Ítalíu þar sem hún lauk diplómagráðu í flautuleik, tónsmíðum og raftónlist. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá Franco Donatoni hjá Accademia Chigiana í Siena á Ítalíu og hjá Alessandro Solbiati hjá Accademia di Novara á Ítalíu.

Masterklass í orgelleik

Masterklass í orgelleik.

Norski orgelleikarinn Inger-Lise Ulsrud kennir orgelnemendum Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar dagana 11. og 12. febrúar frá kl. 13-17 í Hallgrímskirkju.

Námskeið Inger-Lise verður tvíþætt, annars vegar orgelbókmenntir og hins vegar litúrgískt orgelspil og spuni. Námskeiðin eru opin nemendum LHÍ og félögum í FÍO.

Sunnudaginn 14. febrúar kemur Inger-Lise svo fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Tónleikarnir bera yfirskriftina Agnus Dei og eru helgaðir föstutónlist.

Ungir einleikarar 2016

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu. Stjórnandi tónleikanna er rússneski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin, aðalhljómsveitarstjóri Rínarfílharmóníusveitarinnar í Koblenz og Fílharmóníusveitar Arturs Rubinstein í Lódz í Póllandi.

Fyrirlestur: Kira Kira

Kira Kira heldur fyrirlestur og spjallar við tónsmíðanemendur í tónlistardeild LHÍ, föstudaginn 4. des. kl. 12:45-14:45. Fyrirlesturinn fer fram í Sölvhóli og er öllum opinn.

Drekaflugur geta hreyft vængi sína í fjórar mismunandi áttir samtímis. Það lýsir Kiru Kiru ágætlega,
en hún hefur verið hreyfiafl í framsæknu íslensku listalífi um árabil, einkum í raftónlist, myndlist, kvikmyndum og tilraunakenndu útvarpi.

Kurt Weill

Nemendur 3. árs leikarabrautar ljúka formlegu söngnámi sínu með söngdagskrá, sem unnin er uppúr Túskildingsóperunni, Happy End og Mahagonny eftir Kurt Weill og Berthold Brecht.

Einnig flytja þau sönglög úr söngleikjunum One touch of Venus, Lady in the dark og Happy End  eftir  Kurt Weill við texta eftir Ira Gershwin, Maxwell Anderson og Ogden Nash.

Um útsetningar og hljóðfæraleik sjá nemendur Tónlistardeildar LHÍ ásamt Kjartani Valdimarssyni sem einnig sér um hljómsveitarstjórn. Tónleikararnir munu fara fram í Smiðjunni, vikuna 14.-18. desember.