Class: 
color2

Mussila - eitt skref áfram og byltingin er byrjuð

Margrét Júlíana Sigurðardóttir á að baki fjölbreyttan tónlistarferil. Hún lauk framhaldsprófi í klassískum söng 2004 frá Royal Academy of Music í London en áður lauk hún 8. stigi í söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur og 7. stigi í píanóleik hjá Peter Maté frá Tónlistarskólanum í Reykjavík auk þess að læra tónsmíðar hjá Úlfi Inga Haraldssyni við tónfræðadeild skólans. Margrét stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Rosamosa árið 2015 ásamt tölvuverkfræðingnum Hilmari Þór Birgissyni, sem framleiðir fræðandi tónlistarleiki fyrir börn undir heitinu Mussila.

 

Útskriftartónleikar: Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir sópran

Laugardaginn 18.mars klukkan tvö verða haldnir útskriftartónleikar Snæbjargar Guðmundu Gunnarsdóttur, sópran. Hún er að útskrifast með diplóma í klassískum söng frá Listaháskóla Íslands. Kennarar hennar eru Þóra Einarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristinn Sigmundsson. Snæbjörg heldur í masternám í Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart, Þýskalandi Hjá prof. Sylvíu Konza í byrjun apríl á þessu ári. Dagskráin á tónleikunum er samblanda af nútíma tónlist, óperu aríum, ljóðasöng og kammertónlist.