Class: 
color2

Ómkvörnin - uppskeruhátíð tónsmíðanemenda

Ómkvörnin verður haldin hátíðleg dagana 23. og 24. maí í Kaldalóni, Hörpu.
Ómkvörnin er uppskeruhátíð ungra tónskálda frá Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk þeirra eru flutt í samstarfi við bæði hljóðfæraleikara skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá.
Þessi fjölbreytta tónaveisla verður nú haldin í áttunda sinn og er aðgangur ókeypis.

Tónleikar verða á eftir farandi tímum:
Mánudaginn 23. maí - 17:00 Alvilda & 19:00 Bertúel
Þriðjudaginn 24. maí - 18:00 Dómald & 20:00 Ermenga
 

Útskriftarverk í skapandi tónlistarmiðlun.

Útskriftarnemendur í skapandi tónlistarmiðlun eru fjórir í ár. Þrír af þeimr halda sameiginlega útskriftarhátíð í Tjarnarbíói 11. maí. Fjórði nemandinn, Bjarmi, er með sitt verk 10.maí.
Skapandi tónlistarmiðlun er námsbraut sem er hugsuð fyrir fjölhæft og skapandi tónlistarfólk sem vill bæði nýta tónlistarhæfileika sína til að gefa af sér, virkja tónlistargáfur annarra og vinna að fjölbreytilegri tónsköpun og flutningi.

19:00. Ingibjörg Fríða Helgadóttir
20:00. Höskuldur Eiríksson
21:00. Eiríkur Ólason

Listaháskólinn í Hallgrímskirkju-Jón Nordal níræður

Aðrir tónleikar ársins í samstarfi Listvinafélags Hallgrímskirkju og Listaháskólans eru hátíðartónleikar í tilefni af níræðisafmæli Jóns Nordal síðastliðinn mars. Nemendur LHÍ munu flytja fjölbreytt úrval verka Jóns. 

Andað á sofinn streng  
Steinar Logi Helgason, píanó 
Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðla 
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló 

Ristur 
Stefán Ólafur Ólafsson, klarinett 
Aladár Rácz, píanó 

Toccata fyrir orgel  
Steinar Logi Helgason