Class: 
color2

Myrkir músíkdagar

MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Aðgangur ókeypis

Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju 

Meistaranemar í tónsmíðum við LHÍ og Liszt akademíuna í Búdapest sameinast á námskeiði um forritun Klais orgelsins í Hallgrímskirkju dagana 23.-27. janúar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Guðmundur Vignir Karlsson og Sveinn Ingi Reynisson.
Afrakstur námskeiðsins má hlýða á í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 16.

Edda Erlendsdóttir og Dutilleux

EDDA ERLENDSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI KYNNIR FRANSKA TÓNSKÁLDIÐ HENRI DUTILLEUX OG FLYTUR EFTIR HANN ÞRJÁR PRELÚDÍUR 

Henri DUTILLEUX (1916-2013) er eitt helsta og virtasta tónskáld frakka á 20. öld. Hann lést 2013, 97 ára gamall og samdi tónlist fram á síðasta dag. Hann átti aldarafmæli þ. 22 janúar 2016 og í sömu viku flutti Edda Erlendsdóttir Þrjár Prelúdíur eftir hann á Myrkum Músikdögum. Var það frumflutningur á verkinu á Íslandi.

Ómkvörnin 2017

Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk tónsmíðanema eru flutt af flytjendum tónlistardeildar sem og tónlistarfólki annars staðar frá.

Ómkvörnin verður haldin hátíðleg í níunda sinn dagana 13. og 14. janúar í Kaldalóni, Hörpu.

Í þetta sinn verða fernir tónleikar:
Mix - 13. jan kl. 18:00
Dux - 13. jan kl. 21:00
Aux - 14. jan kl. 13:00
Vox - 14. jan kl. 16:00

Nákvæm dagskrá auglýst síðar.
 

HEIÐDÍS HANNA HLÝTUR VIÐURKENNINGU ÚR STYRKTARSJÓÐI ÖNNU KARÓLÍNU NORDAL

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, meistaranemi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild LHÍ hlýtur í ár viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. Sjóðurinn er stofnaður af Önnu Karólínu sem fæddist í Vesturheimi árið 1902 og lést árið 1998. Hún bjó alla tíð í Kanada og kom aldrei til Íslands en hafði engu að síður sterkar taugar til landsins og sýndi ættlandi sínu og Íslendingum mikla ræktarsemi eins og sjóðurinn er fagur vitnisburður um.  Anna var alþýðukona og mikill unnandi tónlistar og vildi styrkja ungt tónlistarfólk í námi og hvetja til frekari árangurs.